Ná ekki að fullnýta veiðiheimildirnar

11.100 tonn af óslægðum botnfiski er heimilt að veiða í …
11.100 tonn af óslægðum botnfiski er heimilt að veiða í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt stefnir í að þau 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ráðstafaði í vor til strandveiða, verði ekki að fullu veidd áður en leyfilegt tímabil strandveiða tekur enda í ágúst.

„Því miður er það svo. Það hefði verið gott að geta framlengt veiðitímabilið og um leið veitt það sem eftir mun standa,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann bendir á að á síðasta ári hafi heimildir upp á fleiri hundruð tonn staðið eftir ónýttar. „Mér sýnist að það sama verði einnig uppi á teningnum í sumar,“ bætir hann við.

Varla kemur til greina að lengja veiðitímabilið í ár, úr því sem nú er.

„Lengd veiðitímabilsins er sett í lög og því þarf að byrja á að breyta lögum eigi eitthvað annað að breytast. Og það er ekki gert í einni svipan. En þetta verður endurskoðað á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að nú er það að gerast tvö ár í röð að við náum ekki að nýta þær heimildir sem okkur eru fengnar,“ segir hann.

„Stjórnvöld hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dagarnir nýtist betur, til að mynda með því að leyfa veiðar á sunnudögum eða á fleiri dögum í hverjum mánuði.“

Fiskverðið er þó stór og ljós punktur í sumar, bendir Axel á. „Það er að meðaltali 30% hærra en í fyrra og það er auðvitað frábært. Við erum með fjölda manna sem ná mjög góðri afkomu af þessu, sem betur fer. Ég er ánægður með að ekki komi til stöðvunar veiða og að allir skuli hafa fengið tólf daga í mánuði, þó að vissulega hafi tíðarfar sett strik í reikninginn á sumum svæðum.“

Stjórnvöld hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dagarnir nýtist …
Stjórnvöld hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dagarnir nýtist betur, segir Axel. mbl.is/Ófeigur

Mesti afli frá upphafi veiða

11.100 tonn af óslægðum botnfiski er heimilt að veiða í sumar. Því til viðbótar er heimilt að veiða þúsund tonn af ufsa. Þetta er mesti afli sem heimilt hefur verið að veiða frá upphafi strandveiða árið 2009. Það ár námu heimildirnar 3.955 tonnum.

Árið 2010 var miðað við 6.800 tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn árið eftir. Frá 2012 til 2015 var heimilt að veiða 8.600 tonn, níu þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn árið 2017. Í fyrra var svo heimilt að veiða 10.200 tonn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.20 218,23 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.20 290,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.20 356,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.20 267,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.20 69,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.20 82,94 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 29.5.20 153,03 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.20 206,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.20 Eyrarröst ÍS-201 Handfæri
Ufsi 136 kg
Samtals 136 kg
1.6.20 Geisli BA-087 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
1.6.20 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 191 kg
Samtals 191 kg
1.6.20 Guðrún SH-190 Handfæri
Þorskur 603 kg
Samtals 603 kg
1.6.20 Hafþór SU-144 Handfæri
Þorskur 750 kg
Samtals 750 kg
1.6.20 Loki ÞH-052 Handfæri
Þorskur 572 kg
Samtals 572 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.20 218,23 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.20 290,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.20 356,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.20 267,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.20 69,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.20 82,94 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 29.5.20 153,03 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.20 206,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.20 Eyrarröst ÍS-201 Handfæri
Ufsi 136 kg
Samtals 136 kg
1.6.20 Geisli BA-087 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
1.6.20 Gugga ÍS-063 Handfæri
Ufsi 191 kg
Samtals 191 kg
1.6.20 Guðrún SH-190 Handfæri
Þorskur 603 kg
Samtals 603 kg
1.6.20 Hafþór SU-144 Handfæri
Þorskur 750 kg
Samtals 750 kg
1.6.20 Loki ÞH-052 Handfæri
Þorskur 572 kg
Samtals 572 kg

Skoða allar landanir »