„Rannsakað verði hvort útgerðarmenn séu kjánar“

Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur krefjast mikilla rannsókna …
Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur krefjast mikilla rannsókna á útgerðum landsins, sérstaklega hvað varðar verð á makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Farið er fram á ítarlega rannsókn á verðmyndun makríls á árunum 2012 til 2018 í ályktun sem samþykkt var á aðalfundum Sjómannafélags Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem haldnir voru milli jóla og áramóta. Er krafan gerð „í framhaldi af athugun Verðlagsstofu skiptaverðs á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum útgerða sem reka landvinnslu og bræðslu,“ að því er segir í ályktun félaganna.

Segja félögin athugun Verðlagstofu skiptaverðs hafa leitt í ljós að verðlag er „miklu mun hærra í Noregi þar sem það miðast við heimsmarkaðverð en á Íslandi. Hráefnisverð makríls á árunum 2012-2018 var að meðaltali 227% hærra í Noregi en á Íslandi.“

Þá segir að „sjómenn krefjast þess að Alþingi skipi óháða faglega rannsóknarnefnd á verðmyndun sjávarfangs almennt, starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja og sölufyrirtækja þeirra hér á landi sem erlendis. Nefndin vinni fyrir opnum tjöldum og hafi heimild til þess að kalla fyrir sig vitni þannig að fólkið í landinu geti fylgst með störfum nefndarinnar á öllum stigum.“

Leiti ekki besta verðs

Vilja félögin meina að útgerðarmenn hafi „bætt í“ árið 2018 og að verð á makríl hafi verið um 300% hærra í Noregi á því ári. Gætu tekjur útgerðanna hafa verið allt að 50 milljarðar króna miðað við heimsmarkaðsverð en voru 25 milljarðar, að því er segir í ályktuninni.

„Rannsakað verði hvort útgerðarmenn séu kjánar sem leiti ekki eftir besta verði og verði árlega af tug milljarða króna tekjum af makríl og þannig ekki treystandi fyrir auðlind þjóðarinnar. Þeir státa af besta sjávarútvegi í heimi en hvernig má vera að þeir fái ekki besta verð í heimi? Þeir eru með eigin sölufélög erlendis. Er tilgangurinn að lækka laun sjómanna og komast hjá skattgreiðslum?“

Jafnframt er krafist rannsókn á því hvort sjómenn hafi með þessu verið hlunnfarnir um talsverðar tekjur á árinu 2018. „Rannsakað verði hvort tugir milljarða króna hafi endað í vasa útgerðarmanna árið 2018 við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi en ekki Noregi. Rannsakað verði hvort tugum jafnvel hundruð milljörðum króna hafi verið komið í erlend skattaskjól á áratugnum. Rannsakað verði hvar fjármunirnir séu niðurkomnir.“

Brim beiti lagaklækjum

Sjómannafélags Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segja þjóðina hafa „orðið vitni að græðgi Samherja í Namibíu.“ Benda þau á að umrætt mál sé til rannsóknar í Namibíu og að þáttur norska bankans DNB sé til rannsóknar í Noregi. „Ekkert heyrist af rannsókn á Íslandi. Hver er staða mála? Sjómenn krefjast svara.“

Beina félögin einnig spjótum sínum að eigendum Brims og segja hugmyndir um að fá erlenda aðila til þess að fjárfesta í félaginu sé „þjóðhættuleg“ og stangist á við lög. „Grunsemdir vakna að Brim beiti lagaklækjum til þess að koma fiskimiðum þjóðarinnar í erlendar hendur og séu lítt dulbúin aðför að íslenskum sjómönnum. Sjómenn hafna áformum um erlent fjármagn í sjávarútveg.“

Efla þurfi Landhelgisgæsluna

Á aðalfundum félaganna tveggja var einnig samþykkt ályktun þar sem biðlað er til stjórnvalda að bæta við þriðju áhöfninni hjá Landhelgisgæslunni þannig að hægt sé að tryggja að tvö varðskip séu á sjó á hverjum tíma.

Bent er á að þarfagreining og áhættumat Landhelgisgæslunnar geri ráð fyrir að ætíð séu tvö varðskip við eftirlit á sjó hverju sinni með sambærilega getu og varðskipið Þór. „Stjórnvöld gera ekkert með þessa þarfagreiningu og áhættumat. Þegar óveðrið gekk  yfir á dögunum var ekkert skip við eftirlit þegar Þór sá Dalvíkingum fyrir rafmagni.“

„Landhelgisgæslan gerir út tvö varðskip – Þór og Tý – með eina áhöfn á hvoru skipi. Annað varðskipið er jafnan á sjó meðan hitt liggur í höfn. Bæta þarf við áhöfnum til þess að bæði varðskipin séu samtímis á sjó. Slys gera ekki boð á undan sér og við blasir að með stórauknum siglingum stórskipa í íslenskri lögsögu þá þarf viðbúnaður að vera í lagi svo þjóðin verði sér ekki til skammar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.20 354,91 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.20 388,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.20 347,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.20 320,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.20 144,14 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.20 208,37 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.20 286,33 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.20 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Ufsi 8.023 kg
Steinbítur 342 kg
Samtals 8.365 kg
20.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
20.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 962 kg
Samtals 962 kg
20.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
20.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 11.936 kg
Ýsa 1.319 kg
Samtals 13.255 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.20 354,91 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.20 388,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.20 347,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.20 320,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.20 144,14 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.20 208,37 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.20 286,33 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.20 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Ufsi 8.023 kg
Steinbítur 342 kg
Samtals 8.365 kg
20.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
20.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 962 kg
Samtals 962 kg
20.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
20.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 11.936 kg
Ýsa 1.319 kg
Samtals 13.255 kg

Skoða allar landanir »