Ágætar veiðar á Kötlugrunni og út af Ingólfshöfða

Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir að áhöfnin sé orðin vön …
Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir að áhöfnin sé orðin vön brælum.

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum í morgun. Aflinn var blandaður en mest var af karfa, ufsa og þorski, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

„Við byrjuðum á Kötlugrunni og enduðum út af Ingólfshöfða. Það gekk ágætlega að veiða og þetta var stuttur túr, einungis þrír sólarhringar. Núna er gott veður, norðanátt og sléttur sjór, en hann spáir brælu á föstudag og laugardag. Við erum orðnir vanir brælum, allur janúar var vægast sagt hundleiðinlegur,“ er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra.

Smáey í höfn í Vestmannaeyjum
Smáey í höfn í Vestmannaeyjum Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson

Hann segir að sést hafi til vertíðarfisks en hann sé „ekki kominn af neinum krafti. Hann hefur verið tiltölulega seint á ferðinni síðustu árin. Ég held að hann verði kominn fyrir alvöru eftir tvær til þrjár vikur. Höfnin hér í Vestmannaeyjum er full af síld núna og það virðist vera töluvert af síld við Eyjar. Síldinni fylgir mikið fuglalíf og það er tignarlegt að sjá súlurnar og skarfana sækja sér síld í matinn. Þetta er mikið sjónarspil,“ segir Birgir Þór.

Smáey er nú mönnuð af áhöfn Vestmannaeyjar, en hún er á Akureyri þar sem unnið er að lagfæringum á millidekki. Birgir Þór kveðst gera ráð fyrir að framkvæmdum við skipið verði lokið um miðja næstu viku.

Vestmannaey VE-54 kom til landsins í júlí.
Vestmannaey VE-54 kom til landsins í júlí. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.20 331,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.20 382,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.20 304,96 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.20 298,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.20 158,19 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.20 202,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 24.2.20 220,21 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 10.154 kg
Steinbítur 377 kg
Ýsa 131 kg
Hlýri 6 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Keila 3 kg
Samtals 10.674 kg
24.2.20 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 353 kg
Þorskur 242 kg
Langa 102 kg
Keila 34 kg
Samtals 731 kg
24.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.042 kg
Samtals 1.042 kg
24.2.20 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 3.293 kg
Samtals 3.293 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.20 331,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.20 382,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.20 304,96 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.20 298,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.20 158,19 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.20 202,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 24.2.20 220,21 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 10.154 kg
Steinbítur 377 kg
Ýsa 131 kg
Hlýri 6 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Keila 3 kg
Samtals 10.674 kg
24.2.20 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 353 kg
Þorskur 242 kg
Langa 102 kg
Keila 34 kg
Samtals 731 kg
24.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.042 kg
Samtals 1.042 kg
24.2.20 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 3.293 kg
Samtals 3.293 kg

Skoða allar landanir »