Námsferðir til Arnarfjarðar urðu að sjávarklasa

Í nýjum sjávarklasa mitt á milli Boston og New York …
Í nýjum sjávarklasa mitt á milli Boston og New York verður fyrst um sinn lögð áhersla á tækifæri á sviði þara- og skelfiskræktunar. Ljósmynd/Oast House Archive/Newhaven Marina and Port

Í lok janúar var gerður samstarfssamningur á milli Íslenska sjávarklasans og nýstofnaðs sjávarklasa í New Haven í Connecticut, sem fengið hefur nafnið Long Island Sound Ocean Cluster. Er þetta fimmti bandaríski klasinn sem gerist systurklasi Íslenska sjávarklasans.

Dr. C. Patrick Heidkamp hefur haft veg og vanda af stofnun nýja klasans en hann er prófessor við Southern Connecticut State University og var það í gegnum kennslustörf hans að Heidkamp fékk mikinn áhuga á sjávarútvegstengdri nýsköpun á Íslandi. Sérsvið hans er hagfræðileg landafræði sem m.a. skoðar tengsl landfræðilegra aðstæðna og matvælaframleiðslu af ýmsum toga.

„Ég varð þess fljótt áskynja að margir nemendur mínir höfðu lítið ferðast út fyrir Bandaríkin, eða jafnvel ekki út fyrir Connecticut, og mig langaði að bjóða þeim upp á tækifæri til að nýta þekkinguna úr náminu á erlendri grundu og víkka sjóndeildarhringinn. Varð úr að heimsækja Austfirði einu sinni á ári í námsferð sem spannar rúmlega tvær vikur, þar sem nemendur sitja tvö fræðileg námskeið og leysa verkefni. Verður þetta sumar það ellefta í röðinni sem við sækjum Ísland heim.“

Dr. C. Patrick Heidkamp
Dr. C. Patrick Heidkamp

Það var í gegnum þessar námsferðir að Heidkamp fræddist æ betur um íslenskan sjávarútveg og kynntist starfi Íslenska sjávarklasans. Hann var ekki lengi að koma auga á hvernig sams konar umgjörð utan um sprotastarf gæti nýst vel á Long Island Sound-svæðinu, en þar er m.a. töluvert um skelfiskræktun, löng hefð fyrir útgerð og áhugaverð tækifæri í ræktun á þara. Það styður líka við sjávar- útvegstengda starfsemi á svæðinu að þaðan er stutt á verðmæta markaði eins og stórborgirnar Boston og New York, og ekki nema tæplega tveggja tíma akstur frá New Haven að John F. Kennedy-flugvelli.

Halda hraðal fyrir nemendur

Þegar er búið að tryggja sprotanum allháa upphæð til að koma starfseminni af stað. Bara fyrsta árið hefur Heidkamp úr samtals 400.000 bandaríkjadölum að moða, jafnvirði um 50 milljóna króna, þökk sé styrkjum frá bæði frá nýsköpunarverkefni stjórnvalda í Connecticut og frá háskólanum þar sem hann starfar. Verður fjármagnið m.a. nýtt til að finna hentugt húsnæði og setja um leið af stað sprotahraðal.

Nemendur Heidkamps munu nýta bók um Íslenska sjávarklasan sem kennsluefni.
Nemendur Heidkamps munu nýta bók um Íslenska sjávarklasan sem kennsluefni. Ljósmynd/C. P. Heidkamp

„Í hraðlinum munu háskólanemendur móta markaðshugmyndir fyrir þararæktunargeirann og í framhaldinu að bestu verkefnin hljóta stuðning til áframhaldandi þróunar,“ segir Heidkamp og bendir á að þarinn í Long Island Sound sé til margra hluta nytsamlegur. „Af þeim verkefnum sem þegar eru komin á legg má nefna framleiðslu þara-snakks, svk. „jerky“ og þara spaghettís. Þarinn hefur líka eiginleika og efni sem koma í góðar þarfir við blöndun snyrtivara og lyfja, og er hægt að nota þara sem hráefni í framleiðslu lífplasts (e. bioplastics), og líftextílefna (e. biotextiles).“

Þá grunar Heidkamp að neytendur í stórborgunum í kring, verandi mjög áhugasamir um heilsusamlegt og umhverfisvænt mataræði, muni ólmir vilja prufa t.d. þara-bjór, eða þara-gos. „Hjá Íslenska sjávarklasanum fékk ég að smakka gos sem inniheldur kollagen sem fengið er úr hliðarafurðum fiskvinnslu og ég hugsa að hipsterunum í Brooklyn þætti mjög gaman að fá eitthvað því líkt í hillur verslana, nema blandað þara.“

Hafa reynslu af ræktun í sjó

Eins reiknar Heidkamp með að ótal tækifæri komi í ljós í hvers kyns atvinnustarfsemi sem tengist sjónum. „Byggðirnar umhverfis Long Island Sound eru t.d. þekktar fyrir mikinn áhuga á skemmtisiglingum og má sjá bæði seglbáta og spíttbáta á ferð, og fólk að skemmta sér á sjóskíðum. Eins er New Haven mikilvæg höfn fyrir skipaflutninga og aldrei að vita hvaða möguleika það gæti skapað.“

Talin eru vera mikil tækifæri í þararaækt.
Talin eru vera mikil tækifæri í þararaækt. Ljósmynd/C. P. Heidkamp

Heidkamp vonast til að íslensk nýsköpunarfyrirtæki geti tekið þátt í starfi klasans í Long Island Sound, og eins vill hann endilega að íslenskir aðilar nýti sér þá þekkingu sem orðið hefur til í New Haven og nágrenni. „Nú þegar er einn af fyrrverandi nemendum mínum að taka þátt í tilraunum með þararæktun á Vestfjörðum og nær þar að nýta bæði menntunina sem hann fékk og þá reynslu sem menn hafa nú þegar af ræktun þara og hvers kyns sjávarlandbúnaði í Long Island Sound. Þar hafa nokkrar kynslóðir lært af reynslunni t.d. hvernig þarf að laga ræktunina að sjávarbotninum á hverjum stað, og hvaða skilyrði í sjó henta best til ræktunar, s.s. með hliðsjón af seltu og næringarefnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.20 316,34 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.20 341,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.20 362,13 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.20 229,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.20 101,95 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.20 132,33 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.20 207,74 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.20 Haförn I SU-042 Rauðmaganet
Rauðmagi 641 kg
Grálúða / Svarta spraka 150 kg
Samtals 791 kg
4.4.20 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 2.588 kg
Þorskur 1.089 kg
Rauðmagi 33 kg
Samtals 3.710 kg
4.4.20 Norðurljós NS-040 Grásleppunet
Grásleppa 5.087 kg
Samtals 5.087 kg
4.4.20 Ás NS-078 Grásleppunet
Grásleppa 2.574 kg
Þorskur 240 kg
Samtals 2.814 kg
4.4.20 Guðborg NS-336 Grásleppunet
Grásleppa 1.852 kg
Samtals 1.852 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.4.20 316,34 kr/kg
Þorskur, slægður 3.4.20 341,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.4.20 362,13 kr/kg
Ýsa, slægð 3.4.20 229,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.4.20 101,95 kr/kg
Ufsi, slægður 3.4.20 132,33 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 3.4.20 207,74 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.20 Haförn I SU-042 Rauðmaganet
Rauðmagi 641 kg
Grálúða / Svarta spraka 150 kg
Samtals 791 kg
4.4.20 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 2.588 kg
Þorskur 1.089 kg
Rauðmagi 33 kg
Samtals 3.710 kg
4.4.20 Norðurljós NS-040 Grásleppunet
Grásleppa 5.087 kg
Samtals 5.087 kg
4.4.20 Ás NS-078 Grásleppunet
Grásleppa 2.574 kg
Þorskur 240 kg
Samtals 2.814 kg
4.4.20 Guðborg NS-336 Grásleppunet
Grásleppa 1.852 kg
Samtals 1.852 kg

Skoða allar landanir »