Nýta tímann til þess að bæta ferla

Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir það henta fólki …
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir það henta fólki mis vel að vinna heima. mbl.is/​Hari

Naust Marine hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og hefur verkefnum fyrirtækisins fjölgað mikið. Kórónuveirufaraldurinn veldur frestunum og töfum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins kveðst ekki hafa miklar áhyggjur hvað verkefnin varðar.

Fyrirtækið, sem þróar og framleiðir sjálfvirka togvindukerfið ATW CatchControl auk þess að sinna hönnun og smíði á öllum helstu vindum fyrir fiskiskip, hefur gert umfangsmikla samninga í Rússlandi. „Við erum búin að afgreiða tvö skip og erum með samninga upp á sex, þau verða eflaust tíu. En þeir eru á eftir áætlun. [...] Rússland er lokað út alla næstu viku, það eru allir bara í leyfi. Þannig að þar er ekkert að gerast,“ svarar Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, spurður um stöðu verkefnanna.

„Sama er með Spán og aðra staði. Öll þessi verkefni sem eru í gangi þeim seinkar öllum að öllum líkindum eitthvað,“ segir hann og bætir við að meginvandamálið sé að margir geta ekki tekið við þeim búnaði sem hefur verið pantaður. „Við vorum búin að skrifa undir samning við Hollendinga, viljayfirlýsingu um að þeir taki búnaðinn frá okkur, en það átti að gerast í apríl. Þeir eru búnir að biðja um frestun á þessum samningi um þrjá mánuði því þeir geta ekki farið og gengið frá samningi við skipasmíðastöðina út af ástandinu.“

Þá var einn viðskiptavinur erlendis sem tilkynnti Naust Marine í gær að hann hyggist ekki kaupa neinn búnað næstu fimm til sex mánuði, segir Bjarni Þór og bætir við að annar aðili erlendis hafi beðið fyrirtækið um að senda ekki gáma þar sem hertar aðgerðir hafa áhrif á starfsemina. Einnig átti á dögunum að fara til Bandaríkjanna til þess að setja í gang kerfi sem selt var þangað, en búið er að fresta því, að sögn Bjarna Þórs. „Við komumst ekkert út.“

Áhrifin mest á framleiðsluna

„Það hægist á alls staðar og það verða einhverjar seinkanir í flestu. Þetta verður örugglega mjög mikið í öllu og öllum geirum – allar þessar seinkanir. Maður veit bara ekki hversu lengi,“ segir framkvæmdastjórinn um stöðuna hjá fyrirtækinu.

Spurður hvort reiknað sé með að öll verkefni fari af stað þegar ástandið lagast, segir hann svo vera. „Já, en við erum ekki nema um ellefu sem mæta í vinnu á dag. Við skiptumst milli hæða og það eru þrír í framleiðslu. Það er verra með vinduframleiðsluna á Spáni. Núna eru Spánverjar búnir að herða aðgerðir enn meira. Flestir þar geta unnið heima, en það eru tveir í samsetningu. Þeir geta ekki gert neitt, en restin getur unnið heima eins og hjá okkur.“

Togvindur Naust Marine eru framleiddar á Spáni.
Togvindur Naust Marine eru framleiddar á Spáni.

Bjarni Þór segir meginvandamálið vera ef Ítalía og Spánn verða lokuð í lengri tíma þar sem fyrirtækið mun þá ekki fá þá íhluti sem það þarfnast í smíði. „En við erum mjög vel búin næstu tvo til þrjá mánuði og komin með allan búnað til þess að smíða fyrir Rússana í skip númer þrjú.“

Reynist vel að starfsmenn vinni heima

Það er hins vegar nóg að gera hjá starfsmönnum fyrirtækisins sem geta unnið heiman að sögn Bjarna Þórs. „Við getum ekki kvartað. Við erum með svo mikið af verkefnum að við höfum nóg að gera næstu tvö til þrjú árin. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Þessum stærstu verkefnum okkar hefur seinkað mest hjá skipasmíðastöðvunum og erum að nýta þennan tíma til þess að vinna hluti sem ekki hefðu verið gerðir strax og það er endalaust af verkefnum, þó að við séum ekki að framleiða í sama umfangi og áður vegna ástandsins.“

Þá sé hægt að nýta þann tíma sem nú gefst til þess að fara í umbætur meðal annars í gæðastjórnun og ferlastjórnun fyrirtækisins, segir Bjarni Þór. „Fara yfir hluti sem betur mega fara. Nú gefst tími til þess að fínpússa þessa framleiðsluferla og starfsferla. Bæta okkur í verði, gæðum og á fleiri máta. Við getum endalaust bætt okkur.

Þetta er líka ágætt fyrir stjórnendur að sjá hvernig reynist að starfsmenn vinni heima. Þetta hentar fólki misvel og það þarf að hafa yfirsýn yfir það og hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með þetta. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki þekkt áður og erum að læra þetta. Sumir nýtast betur heima en í vinnunni, en öðrum gengur verr. Þannig að það er okkar stjórnendanna að hámarka útkomuna. Þetta eru leiðinlegar aðstæður en skemmtileg reynsla. Maður fær aðra sýn á ýmislegt í þessum aðstæðum. [...] Þetta hefur reynst vel og margt hefur komið á óvart.“

Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því að einhver verkefni kunna að hverfa sem afleiðing ástandsins í heimshagkerfinu. „Vonandi dettur ekkert út. Ég held ekki, en maður veit aldrei.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.20 218,23 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.20 290,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.20 356,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.20 267,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.20 69,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.20 82,94 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 29.5.20 153,03 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.20 206,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Hlýri 63 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Samtals 108 kg
31.5.20 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 3.133 kg
Samtals 3.133 kg
31.5.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 11.393 kg
Grálúða / Svarta spraka 5.772 kg
Keila 152 kg
Hlýri 114 kg
Karfi / Gullkarfi 37 kg
Samtals 17.468 kg
31.5.20 Víxill Ii SH-158 Grásleppunet
Grásleppa 1.482 kg
Samtals 1.482 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.20 218,23 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.20 290,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.20 356,38 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.20 267,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.20 69,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.20 82,94 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 29.5.20 153,03 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.20 206,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Hlýri 63 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Samtals 108 kg
31.5.20 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 3.133 kg
Samtals 3.133 kg
31.5.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 11.393 kg
Grálúða / Svarta spraka 5.772 kg
Keila 152 kg
Hlýri 114 kg
Karfi / Gullkarfi 37 kg
Samtals 17.468 kg
31.5.20 Víxill Ii SH-158 Grásleppunet
Grásleppa 1.482 kg
Samtals 1.482 kg

Skoða allar landanir »