Taugatrekkjandi hljóðleysi

EQC er hljóðlátari en rafbílar almennt, og er þá mikið …
EQC er hljóðlátari en rafbílar almennt, og er þá mikið sagt.

„Og svo viljum við minna ykkur á að almennur hámarkshraði á flestum vegum hér er 80. Og menn taka hann alvarlega.“  Þetta eru ekki orð sem salur fullur af bílablaðamönnum á leiðinni í reynsluakstur vill heyra. Sérstaklega ekki þegar þeir eru að leggja í hann á hljóðlátum en afar sprækum 400 hestafla rafmagnsbíl sem er rétt rúmar fimm sekúndur í hundraðið. En svona lauk tölu fulltrúa Benz á Gardemoen flugvelli þar sem við vorum að leggja í hann á nýjum EQC.

EQC er byggður á sama undirvagni og GLC og er að mörgu leyti áþekkur í útliti. Svona þægilega „bílslegur“ að innan sem utan. Mercedes-Benz hefur greinilega stillt sig um að nota útlitið til að básúna það að EQC sé einhverskonar framtíðarbíll, mér leið að minnsta kosti ekki eins og það væri geimskip sem beið okkar á bílastæðinu á Gardermoen.

Ég afsakaði mig eðlilega frá því að vera fyrst til að keyra. Þurfti – hóst – bráðnauðsynlega að sinna Instagram-sögunni. Sem betur fer. Leiðin sem viðburðarstjórnendur höfðu valið fyrir reynsluaksturinn reyndist nefnilega alls ekki vera með 80 kílómetra hámarkshraða, heldur runnum við inn og út úr fallegum litlum smábæjum og hámarkshraðinn breyttist stöðugt, en var yfirleitt nær gönguhraða en nokkru öðru að mati mín og ferðafélagans. Eftir hræðslulesturinn á flugvellinum voru taugarnar þandar til hins ýtrasta og við skiptumst á að stara með skelfingu á umferðarskilti og hraðamæli, 40 hér, 60... Ó NEI, 30!!!! HÆGÐU Á ÞÉR!

Það var nefnilega auðvelt að gefa bílnum aðeins of mikið inn, en EQC er með eindæmum hljóðlátur. Rafbílar eru það alls ekki allir: oft hvín í mótornum þegar þeim er gefið inn, og veg- eða vindhljóð eiga það til að verða afar áberandi þegar enginn er vélarniðurinn til að yfirgnæfa það. Hönnuðir EQC virðast hafa lagt mikla áherslu á að hljóðeinangra hann, og fyrir vikið varð bíltúrinn afar hljóðlátur og róandi eftir að slaknaði á hraðaparanojunni. Innandyra er hann líka hinn veglegasti, sætin þægileg og efni í innréttingu öll hæfandi lúxuskerru.

Fluggreindur framtíðarfákur

EQ stendur fyrir electric intelligence og EQC er bráðgáfaður. Hann er búinn MBUX upplýsingakerfinu, og í gegnum það, eða Mercedes me smáforritið getur ökumaður skipulagt bíltúrinn fyrirfram, sagt bílnum hvert skal haldið og hvenær leggja á í hann og fengið uppgefna leið sem er skipulögð eftir því hve mikið er eftir á rafhlöðunni, veðri, landslagi og umferð og hvar er hentugast að stinga í samband ef hleðslan dugar ekki til að komast á áfangastað. Þá aðstoðar tæknin ökumann við að ná sem mestu út úr hleðslunni, til dæmis með því að minna hann á að færa fótinn af inngjöfinni þegar lægri hámarkshraði er framundan.

MBUX er hægt að stýra með því ávarpa bílinn „Hey Mercedes!“, og þá svarar manni stimamjúk kvenmannsrödd tilbúin að vísa veginn heim, hækka í útvarpinu eða segja manni hvar næsta hleðslustöð sé, svo dæmi sé tekið. Raddstýringarkerfi eiga það til að vera svoldið hipsumhaps. Ég minnist þess t.d. í öðrum kynnum mínum af kerfinu að hafa verið smá móðguð þegar ungfrúin í mælaborðinu virtist hlýða sessunaut mínum betur en mér. Ítrekað. Í fullkominni uppgjöf spurði ég hana hver tilgangur lífsins væri og fékk þá loksins svar: ,,Ég kveiki á lesljósinu“ Að því sögðu virkuðu grunnskipanir vel, á borð við til dæmis að hækka og lækka hita í bílnum.

Í Noregsheimsókn á EQC virtist ungfrú Mercedes, í þessu tilviki í starfi sínu sem leiðsögumaður, þó glíma við örlítinn skort á þrívíddarskynjun. Á hlykkjóttum vegum í hæðunum kringum Osló sagði hún manni iðulega að framundan væri ,,smávægileg“ beygja til hægri eða vinstri, þegar téð beygja var umtalsvert nær því að vera 180 gráður, sem orsakaði marga misáhugaverða útúrdúra af skipulagðri leið. Sem betur fer reyndist EQC afskaplega lipur; hann er með til þess að gera stutt hjólhaf og mér fannst ég að minnsta kosti oft vera á mun minni bíl þegar maður maður dembdi sér í eina af ,,slight“ beygjum ungfrú Mercedes. Hann er vissulega ekkert smurður á veginn í beygjum, frekar en búast má við af bíl af þessari stærð og lögun, en þung rafhlaðan í botninum gerir það þó að verkum að EQC liggur ágætlega, þó lítið hafi reynt á það framanaf.

Eftir að hafa samviskusamlega náð að fylgja norskum hraðamörkum í á annan dag var farið að verða vart við pirring í bensínfætinum á leiðinni út á völl. Þegar við renndum í hlað að ná í manninn sem tók við bílnum sá ég sæng mína uppreidda. Lokaspölurinn voru þrír stuttir sprettir milli hringtorga yfir á brottfararsvæði flugvallarins. Síðasti sénsinn til að slá aðeins í klárinn var að sjálfsögðu nýttur, og hestöflunum fjögurhundruð sleppt lausum eftir galauðum veginum. Það reyndist hinsvegar ástæða fyrir viðvörunum Benz manna í upphafi ferðar. Við höfðum varla drepið á bílnum þegar lögreglumaður í fullum skrúða bankaði á rúðuna. Hann hafði orðið vitni að þessum síðasta gleðispretti og var augljóslega ekki skemmt. „ABSOLUTT CRAZY DRIVING!“ sönglaði hann með norskum hreim og skellti fram sekt sem benti frekar til þess að ég hefði framið hryðjuverk en keyrt of hratt. Hafandi loksins fengið að taka EQC til kostanna er ég ekki frá því að mér hafi þótt hún þess virði.

Mercedes-Benz EQC

» 408 hestöfl / 760Nm.

» Drægi 417 km.

» Úr 0-100 km/ klst. á 5,1 sek.

» Hámarkshraði 180 km/ klst.

» Fjórhjóladrifinn.

» Dekk 235/ 55R19 að framan 255/50R19 að aftan.

» 2,495 kg eigin þyngd.

» Farangursrými um það bil 500 l eftir búnaði.

» Koltvísýringslosun 0 g/ km.

» Verð frá 8.990.000 kr.

Öryggisbúnaður verndar bæði farþega og aðra vegfarendur.
Öryggisbúnaður verndar bæði farþega og aðra vegfarendur.
Tölva bílsins skipuleggur ferðalagið m.t.t. drægni og viðkomu á hleðslustöðvum.
Tölva bílsins skipuleggur ferðalagið m.t.t. drægni og viðkomu á hleðslustöðvum.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Klassísk Mercedes-Benz fegurð einkennir jafnt innra sem ytra byrði EQC.
Með hraðasektina. Þar fóru ritlaun blaðamanns og rúmlega það.
Með hraðasektina. Þar fóru ritlaun blaðamanns og rúmlega það.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »