Bílþjófar hræðast veiruna

Kórónuveirufaraldurinn hefur lamað bílaframleiðslu og dregið kjarkinn úr þrjótum sem …
Kórónuveirufaraldurinn hefur lamað bílaframleiðslu og dregið kjarkinn úr þrjótum sem hafa bílrán að iðju. AFP

Kórónuveiran hefur rist djúp spor í samfélagsgerðina, og afar margvísleg.

Áhrifa veirunnar gætir með ýmsum hætti og þekkja færustu vísindamenn og spekingar hvorki allar hliðar hennar né smitgetu. Þetta er ekki bara til ills fyrir mannskepnuna heldur örlar á hagfelldari áhrifum líka.

Þannig hefur ítalskt fyrirtæki að nafni Targa Telematics, sem sinnir þjónustu fyrir bílaflota fyrirtækja á Ítalíu, skýrt frá því að þjófnaður og innbrot hafi langleiðina í lagst niður í skugga kórónuveirunnar. Nemi samdrátturinn 85%.

Þykir engin önnur skýring á samdrættinum gild en sú að skúrkarnir óttist veirusmit og haldi sig því heima. [email protected]

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir