Vilja vernda Archie fyrir neikvæðninni í Bretlandi

Harry, Meghan og Archie hafa dvalist í Kanada síðan í …
Harry, Meghan og Archie hafa dvalist í Kanada síðan í ársbyrjun. AFP

Ákvörðun Harrys Bretaprins og eiginkonu hans Meghan hertogaynju að flytjast til Kanada var meðal annars tekin til þess að verja son þeirra, Archie, fyrir allri neikvæðninni í Bretlandi. 

„Hann vill vernda son sinn fyrir allri neikvæðnnini og óróleikanum sem hann hefði annars fundið fyrir heima í Englandi,“ segir heimildarmaður UsWeekly

Annar heimildarmaður bætir við að Harry viti hvernig er að alast upp í kastljósinu og vilji að Archie hljóti eins eðlilegt uppeldi og kostur er.

Harry og Meghan tilkynntu í byrjun árs að þau ætluðu sér að hætta störfum fyrir konungsfjölskylduna sem þau og gera hinn 31. mars næstkomandi. Í kjölfarið fóru þau til Kanada þar sem þau hafa dvalið síðan.

Hjónin komu í stutta heimsókn til Bretlands til að ljúka störfum sínum en eru farin aftur til Kanada, þar sem sonur þeirra dvaldist á meðan.

mbl.is