Meðgangan kenndi Jenner að vera í sóttkví

Kylie Jenner ásamt barnsföður sínum, Travis Scott, og dóttur þeirra …
Kylie Jenner ásamt barnsföður sínum, Travis Scott, og dóttur þeirra Stormi Webster í lok ágúst. AFP

Athafnakonan Kylie Jenner opnaði sig á Instagram á degi átta í sóttkví en hún segist vera vel undirbúin fyrir þá félagslegu einangrun sem henni fylgir. Jenner, sem á hina tveggja ára gömlu Stormi, faldi meðgöngu sína og var því eiginlega í sjálfskipaðri sóttkví á meðgöngunni. 

Jenner sagði frá því á Instagram að hún hefði ekki farið út úr húsi í marga mánuði þegar hún var ólétt. Jenner reyndi að fela óléttuna áður en dóttir hennar kom í heiminn í febrúar 2018. Þrátt fyrir sögusagnir þar um greindi hún ekki frá komu dóttur sinnar fyrr en eftir fæðingu. 

Raunveruleikastjarnan hvetur fólk til þess að vera heima og fara í sjálfskipaða sóttkví til að stefna ekki sjálfu sér eða öðrum í hættu.

Kylie Jenner æfði sig að vera í sóttkví þegar hún …
Kylie Jenner æfði sig að vera í sóttkví þegar hún var ólétt. skjáskot/Instagram
mbl.is