Svona massarðu það að vera foreldri

Börn elska skipulag og sniðugar lausnir.
Börn elska skipulag og sniðugar lausnir. mbl.is/Colourbox

Ef það er eitthvað sem börn elska þá er það sniðugt og gott skipulag í kringum sig. Börn eru vanalega mjög fús til að gera hluti sem þau skilja og kunna að meta. Eins eru þau fyrir að borða alls konar mat ef hann er fallega framsettur. 

Á Tasty má finna margar góðar lausnir fyrir foreldra að tileinka sér yfir daginn. 

Nýlegt myndband sýnir nokkrar góðar hugmyndir fyrir foreldra. Sem dæmi er mælt með því að merkja allt sem er í ísskápnum vel. Þannig læra börnin bæði að lesa og einnig að finna matvöruna í ísskápnum sjálf. 

Það eflir sjálfsvirðingu barna heilmikið að geta fundið út úr hlutunum sjálf heima. 

Stundum er ekki nóg að segja hlutina einu sinni við krakka að morgni, þegar þau eru nývöknuð og illa áttuð fyrir daginn. 

Þá geta skilaboðatöflur, miðar sem sýna verkefni og fleira í þeim dúrnum komið að góðum notum. 

Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is