Ætlar að vera í sóttkví á meðgöngunni

Meghan McCain og eiginmaður hennar eiga von á sínu fyrsta …
Meghan McCain og eiginmaður hennar eiga von á sínu fyrsta barni. skjaskot/Instagram

Morgunþáttarstjórnandinn Meghan McCain á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Ben Domenech. McCain er einnig dóttir öldungadeildar þingmannsins John McCain sem lést árið 2018. 

McCain opinberaði óléttuna um helgina en sagði um leið að hún ætlaði sér að vera í sóttkví á næstu mánuðum til að tryggja heilsu sína og barnsins. Hún stýrir þættinum The View á sjónvarpsstöðinni ABC og þakkar þeim fyrir að leyfa henni að stjórna þáttunum að heiman.

„Ég ráðfærði mig við læknana mína og þeir ráðlögðu okkur að passa vel upp á hversu marga við hittum. Ég mun nú þegar fara í sjálfskipaða sóttkví líkt og milljónir Bandaríkjamanna sem freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar,“ skrifar McCain.

Þetta er sem fyrr segir fyrsta barn McCain og Domenech en þau gengu í það heilaga árið 2017. Þau greindu frá því árið 2019 að þau hafi misst fóstur árið áður. 

View this post on Instagram

Personal news.

A post shared by Meghan McCain (@meghanmccain) on Mar 22, 2020 at 12:57pm PDT

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman