Maddox kominn heim til Jolie

Leikkonan Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og leikarinn Brad Pitt árið …
Leikkonan Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og leikarinn Brad Pitt árið 2013. ROBYN BECK

Elsti sonur Angelinu Jolie og Brad Pitt, Maddox, er kominn heim til Bandaríkjanna til fjölskyldu sinnar. Maddox flutti til Seúl í Suður-Kóreu til þess að stunda háskólanám en þurfti frá að hverfa vegna kórónuveirunnar að því fram kemur á vef People. 

Maddox stundaði námi við Yonsei-háskólann en vorönninni lauk áður en áætlað var vegna kórónveirunnar. Hinn 18 ára gamli háskólanemi er sagður nota frítímann sem hann hefur nú til þess að læra kóresku sem og rússnesku. 

Maddox hefur átt stirt samband við föður sinn síðan að foreldrarnir tilkynntu um skilnað sinn. Hann er sagður dvelja nú hjá móður sinni ásamt fimm yngri systkinum sínum þeim Pax sem er 16 ára, Zahöru sem er 15 ára, Shiloh sem er 13 ára og tvíburunum Knox og Vivienne sem eru 11 ára. 

Leikkonan lætur sitt ekki eftir liggja og hefur gefið eina milljón Bandaríkjadala til góðgerðarmála sem hjálpa svöngum börnum. Í tilkynningu frá Jolie kemur fram að margir krakkar um allan heim reiði sig á skólamáltíðir og þegar skólahald fellur niður fá þau börn ekki að borða.

Angelina Jolie ásamt börnum sínum.
Angelina Jolie ásamt börnum sínum. AFP
mbl.is