Svona hefur fræga fólkið ofan fyrir börnum sínum

Hilary Duff bakaði með syni sínum.
Hilary Duff bakaði með syni sínum. Skjáskot/Instagram

Nú þegar starfsemi skóla víða um heim er takmörkuð eða engin þurfa foreldrar að hafa ofan af fyrir börnum sínum heima við. Þetta á líka við um stjörnurnar í Hollywood sem margar hverjar hafa farið í sjálfskipaða sóttkví heima með sínum nánustu. 

Leikkonan Hillary Duff og eiginmaður hennar Matthew eru heima með börnin og bökuðu þau til dæmis afmælisköku með syninum Luca sem varð 8 ára á dögunum. 

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian sagði frá því á dögunum að hún sé búin að eiga notalega daga með börnum sínum þar sem þau leggja áherslu á að taka því rólega og eyða tíma. Þau hafa lesið bækur, horft á kvikmyndir, bakað, og dansað. 

Systir hennar Kylie Jenner birti mynd á dögunum af dóttur sinni og bangsanum hennar. Hún segir að líf þeirra mæðgna snúist að mestu leyti um að horfa á sjónvarpið. 

Kourtney Kardashian brallar ýmislegt með börnum sínum.
Kourtney Kardashian brallar ýmislegt með börnum sínum. Skjáskot/Instagram
Kylie Jenner og Stormi horfa á kvikmyndir.
Kylie Jenner og Stormi horfa á kvikmyndir. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Hillary Duff og eiginmaður hennar Matthew eru heima með börnin og bökuðu þau til dæmis afmælisköku með syninum Luca sem varð 8 ára á dögunum. 

Söngkonan Carrie Underwood leyfir barninu sínu að taka þátt í heimilisstörfunum. 

Leikkonan Kirsten Bell hefur ofan af fyrir dætrum sínum með því að teikna og lita. 

Carrie Underwood tekur til með aðstoð barnanna.
Carrie Underwood tekur til með aðstoð barnanna. Skjáskot/Instagram
Kristen Bell og dætur hennar lita og teikna.
Kristen Bell og dætur hennar lita og teikna. Skjáskot/Instagram

Leik- og tónlistarkonan Jennifer Lopez fer í leiki með börnum sínum. 

mbl.is