Edda Sif og Vilhjálmur gáfu syninum nafn

Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson gáfu syninum nafn.
Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson gáfu syninum nafn. Ómar Óskarsson

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og kærasti hennar Vilhjálmur Siggeirsson gáfu syni sínum nafn nú um helgina. Drengurinn fékk nafnið Magnús Berg en hann kom í heiminn 10. febrúar síðastliðinn.

Afi hans, þingmaðurinn Páll Magnússon, segir í færslu sinni á Facebook að Magnúsarnafnið sé það algengasta í fjölskyldunni. Til að aðgreina hann frá öðrum Magnúsum í fjölskyldunni hefur Páll gefið honum gælunafnið Magnús bæjó. mbl.is