Feðgar sameinaðir eftir 10 daga einangrun

Andy Cohen og sonur hans Benjamin sameinaðir.
Andy Cohen og sonur hans Benjamin sameinaðir. skjáskot/Instagram

Andy Cohen og sonur hans Benjamin voru sameinaðir í fyrsta sinn í gær eftir að Cohen greindist með kórónuveiruna. Feðgarnir voru aðskildir í 10 daga og sést gleðin skína úr augum þeirra beggja eftir aðskilnaðinn. 

Cohen fór í sjálfskipaða sóttkví eftir að hann fann fyrir kvefeinkennum. Eftir nokkra daga af sóttkví greindist hann svo smitaður af veirunni og þurfti að fara í einangrun. Eftir 10 daga var hann svo loks búinn að ná sér af veirunni og gat hitt son sinn. 

Cohen var einn af þeim fyrstu í Hollywood sem greindi frá kórónuveirusmiti ásamt, Idris Elba, Colton Underwood, Tom Hanks og Ritu Wilson. Ástandið í Bandaríkjunum hefur versnað töluvert síðan þessar stjörnur greindu frá veikindum sínum. 

View this post on Instagram

I’ve hosted reunions for years, but yesterday’s was the best one yet. ♥️

A post shared by Andy Cohen (@bravoandy) on Mar 31, 2020 at 5:20am PDT

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman