Bálreið yfir óléttu dótturinar

Amanda Bynes og unnustinn, Paul Michael.
Amanda Bynes og unnustinn, Paul Michael. skjáskot/Instagram

Lynn Organ, móðir leikkonunnar Amöndu Bynes, er ekki par sátt við að dóttir hennar gangi nú með barn undir belti. Bynes lýtur forræði foreldra sinna og hefur gert síðan 2013. 

Móðir Bynes hefur áhyggjur af andlegri heilsu hennar en hún hefur glímt við geðræn vandamál og fíknisjúkdóma til fjölda ára. Bynes tilkynnti í mars að hún ætti von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Paul Michael. Hún tók tilkynninguna svo út, en hún var aðeins komin sex vikur á leið.

Bynes og Michael kynntust á AA-fundum og hafa verið saman í rúmt hálft ár. Þau trúlofuðu sig í febrúar síðastliðnum. 

„Mamma Amöndu er brjáluð yfir að hún sé ólétt þar sem það er mun erfiðara að taka á andlegum veikindum hennar á meðgöngunni. Amanda vill ekki taka hluta af lyfjunum sínum vegna þess að það gæti haft slæm áhrif á fóstrið,“ segir heimildarmaður Us Weekly

Vegna þess að foreldrar Bynes fara með forræðið yfir henni gæti farið svo að Amanda missti forræðið yfir barni sínu þegar það kemur í heiminn.

„Amanda, foreldrar hennar og unnusti munu öll hafa umgengnisrétt en bara foreldrar hennar og Paul geta tekið lagalegar ákvarðanir fyrir barnið,“ segir heimildarmaðurinn.

mbl.is