Segir 35 ára dóttur sinni að frysta egg úr sér

Kris Jenner.
Kris Jenner. AFP

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner er afskiptasöm móðir. Í þætti af Keeping Up With The Kardashians spurði hún 35 ára gamla dóttur sína út í stefnumótalífið og sagði henni að hún þyrfti að láta frysta úr sér egg. Hin 35 ára gamla Khloé Kardashian virtist lítt hrifin af afskipasemi móður sinnar. 

Kardashian á dótturina True Thompson sem hún eignaðist með körfuboltakappanum Tristan Thompson árið 2018. Stuttu seinna hættu þau saman eftir upp komst um framhjáhald kappans. Kardashian hefur hvorki áhuga á að fara á stefnumót né frekari barneignum. 

Khloe Kardashian.
Khloe Kardashian. AFP

„Viltu eignast annað barn?“ spurði Jenner. „Ekki núna, nei,“ svaraði dóttir hennar. 

Jenner spurði því næst hvort hún væri búin að frysta egg en dóttir hennar sagðist ekki hafa gert það. Hún myndi gera það einn daginn ef hana langaði til.

„Þú þarft frosin egg,“ sagði móðir hennar þá áhygjufull en hin 35 ára gamla var ekki með áhyggjur. 

mbl.is