Fór með börnin í sveitina til að gefa Kim pásu

Kim Kardashian West og Kanye West eiga fjögur börn.
Kim Kardashian West og Kanye West eiga fjögur börn. skjáskot/Instagram

Fjöllistamaðurinn Kanye West fór með hluta barna sinna frá Los Angeles-borg upp í sveitina á búgarð sinn í Wyoming til að gefa eiginkonu sinni, Kim Kardashian West frí frá börnunum.

Kardashian West fjölskyldan hefur haldið sig heima í Los Angeles í rúman mánuð og ekki blandað geði við aðra í fjölskyldunni sem er líka í einangrun. Þau búa þó svo vel að eiga búgarð og stórt landsvæði í Wyoming-ríki, þangað sem West fer með börnin. Þau hjónin eiga fjögur börn saman. 

„Kanye fer á skrifstofuna sína til að vinna og taka sér pásu frá börnunum. Hann gefur Kim einnig pásu en í síðustu viku fór hann með hluta barnanna til Wyoming. Þau hafa skipst á að hugsa um börnin,“ sagði heimildarmaður People. 

mbl.is