Sonur Beckhams tekur upp stíl föður síns

Ný hárgreiðsla Romeo Beckham er ekki svo ólík hárgreiðslunni sem …
Ný hárgreiðsla Romeo Beckham er ekki svo ólík hárgreiðslunni sem faðir hans skartaði þegar sonur hans var ungbarn.

Knattspyrnuhetjan David Beckham er þekktur fyrir ýmsa tískustíla. Nú hefur 17 ára gamall sonur hans tekið upp eina þekktustu hárgreiðslu föður síns, fastar fléttur. 

Romeo Beckham birti mynd af sér á Instagram á dögunum þar sem hann sagðist vera að prófa nýja stíla á meðan hann væri fastur heima. Fylgjendur Romeos voru ekki lengi að átta sig á að nýi hárstíllinn væri nokkuð líkur hárstíl Davids Beckhams frá árinu 2003. Þá var næstelsta barn hans, Romeo, enn bara smábarn enda fæddur í september 2002.

Hárgreiðslur David Beckham vöktu oft mikla athygli. Hér er hann …
Hárgreiðslur David Beckham vöktu oft mikla athygli. Hér er hann árið 2003. REUTERS

Á myndinni sem Romeo birti má einnig sjá að hann er með eyrnalokk sem er alveg eins og lokkur sem faðir hans skartaði gjarnan. Kannski hann hafi stolist í skartgripaskrín föður síns?

View this post on Instagram

Staying home coming up with new styles 😝😂

A post shared by ROMEO (@romeobeckham) on Apr 19, 2020 at 11:48am PDT

mbl.is