Rífast yfir uppeldi barnanna

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West eru sögð rífast mikið …
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West eru sögð rífast mikið þessa dagana. AFP

Uppeldi barnanna hefur að mestu leyti fallið á Kim Kardashian West síðustu vikur því eiginmaður hennar, Kanye West hefur verið upptekinn við listsköpun. 

West hjónin hafa haldið sig heima síðustu vikur líkt og svo margir vegna kórónuveirunnar. Heimildarmaður UsWeekly segir að þau rífist mikið þessa dagana yfir uppeldi barnanna.

„Kim og Kanye hafa rifist mikið síðustu vikur. Kanye fer virkilega í taugarnar á Kim,“ sagði heimildarmaður UsWeekly.

Þau hjónin eiga fjögur börn, þau North, Saint, Chicago og Psalm. „Kim finnst pirrandi að hann spyrji hana ekki hvernig hann geti hjálpað til með börnin,“ sagði heimildarmaðurinn.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að Kanye hefði farið með hluta barnanna í nokkra daga til Wyoming þar sem fjölskyldan á búgarð og mikið af landi. 

mbl.is