Ari Magg myndaði sumartísku AS WE GROW

Ljósmynd/Ari Magg

Það eru sumarsólhvörf á norðurhvelinu og engan langar að ligna aftur augunum þegar fjársjóðir, ævintýri og töfrandi leikir kalla í eilífu dagsljósinu. 

Sólstafir á grænu engi, blómakransar og hlátur á grýttri strönd eru kjarninn í vor- og sumarlínu AS WE GROW 2020. Litirnir í línunni eru léttir og ýmis litbrigði náttúrunnar ráða ríkjum, ljósgrænn og brúnn og föl mynta kalla fram hugrenningatengsl um milda og frískandi vordægur.

Línan samanstendur af hörskyrtum, gollum úr lífrænni bómull og pilsum úr pima bómull sem og kjólum úr alpaca ullarblöndu og fallegum sumarhöttum í hvítum og bleikum litum. Ekki láta prjónaflíkurnar framhjá ykkur fara en í línunni er að finna hnepptar stuttermapeysur og einstaklega mjúkar ungbarnabuxur í stíl sem hafa íslenska arfleið í hávegum.

Vor- og sumarlína AS WE GROW 2020 er líkt og áður byggð á grunni merkisins, sjálfbærni og langlífi varanna og þeirri heimspeki að flíkur skuli gefa áfram til nýrra kynslóða. Tímalaus hönnunin er uppfull af gleði og töfrum og hverfist um þörf hvers barns að kynnast þessum stóra heimi sem við búum öll í.

Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
Ljósmynd/Ari Magg
mbl.is