Fóru í útilegu í garðinum

Fjölskyldan með höfuðljós í útilegu.
Fjölskyldan með höfuðljós í útilegu. skjáskot/Instagram

Það getur verið erfitt að finna upp á nýjum hlutum til að gera með börnunum sínum eftir margar vikur heima. Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eru þó ekki uppiskroppa með hugmyndir og fóru í útilegu í garðinum sínum með dóttur sinni Lunu sem er 4 ára. Sonur þeirra Miles er á sínu öðru ári og var ekki með í stuðinu.

Teigen sýndi frá útilegunni á Instagram og þar mátti sjá að þau voru vel útbúin fyrir útilegu í garðinum. Öll voru þau með höfuðljós og Teigan las bók fyrir dóttur sína, bókina Scary Stories to Tell in the Dark, eða Hræðilegar sögur til að segja í myrkri. 

Mamma Teigen, Vilailuck, var líka með í útilegunni, en hún birtist í formi draugs og hræddi dótturdóttur sína mikið. Þrátt fyrir drauginn þá virtst Luna litla mjög ánægð með uppátæki foreldra sinna.

Mæðgur ánægðar með útsýnið.
Mæðgur ánægðar með útsýnið. skjáskot/Instagram
Teigen las bókina Scary Stories to Tell in the Dark.
Teigen las bókina Scary Stories to Tell in the Dark. skjáskot/Instagram
mbl.is