Nefndi dóttur sína óvart „lasagna“

Nafn stúlkunnar, Liz Ayna, hljómar óneitanlega eins og lasagna.
Nafn stúlkunnar, Liz Ayna, hljómar óneitanlega eins og lasagna. washingtonpost.com

Kona nokkur er í öngum sínum eftir að hún gaf dóttur sinni nafn sem hljómar eins og ítalski pastarétturinn lasagna. Hún veltir því nú fyrir sér hvort hún eigi að breyta nafninu.

Konan sagði sögu sína á Reddit. Hún sagði að á meðgöngunni hafi hún og eiginmaður hennar valið nafnið Elizabeth. Millinafnið átti að verða Jane en áður en litla stúlkan kom í heiminn lést amma mannsins hennar svo þau ákváðu að skipta út Jane jafninu fyrir Anya í höfuðið á ömmunni. 

Þegar Elizabeth Anya kom í heiminn fóru foreldrarnir fljótt að kalla hana Liz og í samtali við fjölskylduna á Skype benti einn meðlimur á að nafnið Liz Anya hljómaði nákvæmlega eins og lasagna. 

Konan varð algjörlega miður sín eftir það og íhugar nú að breyta nafninu svo henni verði ekki strítt þegar hún byrjar í skóla. Frændfólk hennar er nú þegar byrjað að kalla dóttur hennar Lasagna, henni til mikillar skelfingar.

mbl.is