Aldrei gengið betur hjá Jolie og Pitt

Samskiptin hafa aldrei verið betri á milli Pitt og Jolie …
Samskiptin hafa aldrei verið betri á milli Pitt og Jolie eftir skilnaðinn. Halldór Kolbeins

Barnauppeldið hefur aldrei gengið betur hjá stórstjörnunum Angelinu Jolie og Brad Pitt og um þessar mundir. Hjónin fyrrverandi gengu í gegnum tætingslegan skilnað en nú virðast öldurnar hafi lægt. 

„Sambandið á milli Brad og Angelinu hefur aldrei verið betra. Samskiptin eru styrkjandi og þau reyna að finna lausnir sem virka fyrir þau bæði,“ sagði heimildarmaður Us Weekly

Jolie og Pitt skildu árið 2016 en þau voru saman í 12 ár fyrir það og eiga sex börn saman. Forræðisdeilan yfir börnunum hefur verið stormasöm í gegnum árin en þau virðast nú loksins hafa komist að niðurstöðu. 

Börnin eru í umsjón móður sinnar og Pitt hittir þau nokkra daga í viku sagði heimildarmaður Us Weekly. Hann er í litlu sambandi við eldri syni sína Maddox og Pax sem eru 18 og 16 ára, en hann fær fréttir af þeim í gegnum móður þeirra.

Börnin eru að mestu hjá móður sinni en Pitt hittir …
Börnin eru að mestu hjá móður sinni en Pitt hittir þau nokkra daga í viku. AFP
mbl.is