Sendi 6 af 8 barnsmæðrum sínum kveðju

Rapparinn Future á átta börn með átta konum.
Rapparinn Future á átta börn með átta konum. Skjáskot/Instagram

Það var nóg að gera hjá rapparanum Future sem sendi sex barnsmæðrum sínum kveðjur á sunnudaginn síðasta sem var einnig mæðradagurinn. 

Future á þó börn með fleiri en sex konum, en hann á börn með alla vega átta konum en tvær þeirra fengu ekki kveðjur á sunnudaginn var. 

Rapparinn sendi barnsmæðrum sínum kveðjur á Twitter. India J fékk kveðju en hún á 11 ára dótturina Londyn. Brittni Mealy fékk einnig kveðju en hún hinn 7 ára gamla Prince með rapparanum. 

Tónlistarkonan Ciara fékk einnig kveðju en þau Future eiga 5 ára soninn Future Jr. saman. Þá fékk Joie Chavis einnig kveðju en þau eiga 16 mánaða gamlan son saman. Tvær ónafngreindar konur fengu einnig kveðjur, en þær eiga börnin Kash og Paris með Future. 

Móðir elsta barns Future, Jessica Smith, fékk ekki kveðju en þau eiga soninn Jakobi saman. Jakobi er 17 ára gamall. 

Þá fékk Eliza Reign ekki kveðju á mæðradaginn frá Future en þau eiga barn saman. Hún fór í mál við hann í fyrra og krafðist meðlags en rapparinn vildi ekki gangast við barninu DNA-próf hefur þó samkvæmt heimildum vestanhafs staðfest að Future er faðir barnsins. 

mbl.is