Meghan bakaði afmælisköku Archie

Meghan bakaði fyrstu afmælisköku sonar síns.
Meghan bakaði fyrstu afmælisköku sonar síns. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex bakaði sjálf fyrstu afmæliskökuna fyrir son sinn Archie. Archie litli fagnaði eins árs afmæli sínu 6. maí og hélt fjölskyldan upp á afmælið á Zoom. 

Meghan bakaði uppáhaldskökuna hans Archie litla, með jarðarberjum og rjóma. 

„Þau töluðu við guðforeldrana, vini og fjölskyldu sína á Zoom og áttu mjög einfaldan en góðan dag,“ sagði heimildarmaður People um fyrsta afmælisdaginn. 

Hann bætti við að tveir bestu vinir Archie hafi komið í afmælið og átti þar við hunda fjölskyldunnar, en Meghan og Harry eiga tvo hunda. 

„Archie er besti vinur hundanna. Honum finnst þeir fyndnir og þeir eru góðir við hann,“ sagði heimildarmaðurinn.

Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP
mbl.is