Vill ekki að mamma og pabbi vinni á sama tíma

Leig­ht­on Meester og Adam Brody.
Leig­ht­on Meester og Adam Brody. Samsett mynd

Arlo, dóttir stjórstjarnanna Leighton Meester og Adam Brody, vill ekki að mamma hennar og pabbi vinni á sama tíma. Meester og Brody leika nú saman í þáttunum Single Parents og þurfa því að vera frá heimilinu á sama tíma. 

„Dóttir okkar sagði: „Þið eruð búin að vera í vinnunni svo lengi.“ Og ég hef kannski verið í vinnunni í einn dag,“ sagði Meester í viðtali við Entertainment Tonight. 

Meester gengur nú með annað barn þeirra hjóna en Arlo litla er fjögurra ára gömul. 

Í Single Parents leika þau Meester og Brody fyrrverandi par sem eignaðist barn saman. Karakter Brody þykir ansi kjánalegur pabbi í þáttunum en Meester segir það ekki byggt á raunveruleikanum. 

„Í þáttunum er hann algjör kjáni og það er rosa sætt og hann er mjög myndarlegur. Í raunveruleikanum er það 98% ekki satt. Hann er yfirleitt mjög fullorðinn,“ sagði Meester og bætti við að við tökur gleymi hún stundum að þau séu líka gift í raunveruleikanum. 

mbl.is