Hvorug systirin með barni

Kourtney og Khloé Kardashian eru ekki óléttar.
Kourtney og Khloé Kardashian eru ekki óléttar. Skjáskot/Instagram

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að bæði Khloé Kardashian og systir hennar Kourtney Kardashian séu óléttar. Báðar neita þær sögusögnunum. 

Sögusagnirnar um Kourtney hófust í kringum myndir af henni á Instagram. Einhverjum fylgjendum hennar þótti kviður hennar óvenjustór og veltu fyrir sér í athugasemdakerfinu hvort hún gengi nú með sitt fjórða barn. 

Kourtney svaraði athugasemdunum og sagðist alls ekki vera ólétt. Hún hafi hins vegar bætt aðeins á sig á síðustu vikum og því væri hún aðeins bústnari en vanalega.

Sögusagnirnar um Khloé fóru af stað út frá raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians, þar sem Khloé hefur velt fyrir sér möguleikunum að búa til systkini handa dóttur sinni True. 

Khloé er einhleyp um þessar mundir, en True litlu á hún með körfuboltamanninum Tristan Thompson. Þau hættu saman fyrir rúmlega ári en hafa rætt opinskátt í þáttunum hvort þau ættu að frjóvga egg úr Khloé með sæði Thompson og frysta. 

Khloé svaraði sögusögnunum á samfélagsmiðlum í gær og sagði að hún væri ekki ólétt. Hún sagði það vera ógeðslegt hvað fólk segði um hana á netinu og bað fólk að hætta að skipta sér af hennar lífi. 
Kviður Kourtney þykir bústnari en vanalega.
Kviður Kourtney þykir bústnari en vanalega. Skjáskot/Instagram
Kourtney segist hafa bætt á sig á síðustu vikum.
Kourtney segist hafa bætt á sig á síðustu vikum. Skjáskot/Instagram
mbl.is