Sýnir líkamann einum degi eftir fæðingu

Jamie Otis eignaðist sitt annað barn í vikunni.
Jamie Otis eignaðist sitt annað barn í vikunni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Jamie Otis sýndi líkama sinn aðeins einum degi eftir fæðingu. Otis eignaðist sitt annað barn á miðvikudaginn síðasta og var ekki feimin við að sýna líkama sinn degi eftir fæðinguna.

Otis öðlaðist fyrst frægð í 16. seríu af raunveruleikaþáttunum The Bachelor. Hún kynntist þó ekki eiginmanni sínum, Dough Hehner, þar heldur í raunveruleikaþáttunum Married at First Sight.

Otis og Hehner eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Grace, í ágúst 2017 og á miðvikudaginn síðasta eignuðust þau soninn Hayes.

Otis er virk á Instagram og sýndi frá hluta fæðingarinnar í beinu streymi á Instagram.

Skjáskot/Instagram
mbl.is