Thompson fer í mál gegn meintri barnsmóður sinni

Tristan Thompson hefur höfðað mál gegn meintri barnsmóður sinni.
Tristan Thompson hefur höfðað mál gegn meintri barnsmóður sinni. AFP

Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur höfðað mál gegn Kimberly Alexander, en Alexander heldur því fram að Thompson sé barnsfaðir hennar. 

Alexander hefur haldið því opinberlega fram að Thompson sé faðir 5 ára sonar hennar. Thompson fór í faðernispróf snemma árs 2020 sem sýndi að hans sögn að drengurinn er ekki sonur hans. 

Samkvæmt gögnum í málinu sem TMZ hefur birti Alexander mynd af niðurstöðum faðernisprófsins á Instagram. Þar heldur hún því fram að fyrrverandi kærasta Thompson, Khloé Kardashian, hafi falsað niðurstöður prófsins. Hún sagðist vera viss um að Thompson er faðir barnsins. 

Lögfræðingur Thompson og Kardashian sendi Alexander viðvörun í síðustu viku þar sem hann hótaði lögsókn ef hún hætti ekki að dreifa rógburði um skjólstæðinga hans opinberlega. Nú hefur Thompson fylgt eftir viðvöruninni og höfðað mál gegn henni fyrir að dreifa lygum um hann.

mbl.is