Fela sig fyrir börnunum

Jessica Alba felur sig stundum fyrir börnunum sínum.
Jessica Alba felur sig stundum fyrir börnunum sínum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jessica Alba viðurkennir að hún feli sig oft á heimilinu fyrir börnum sínum. Hún segir þó að það sé oft ekki nóg þar sem þau finni hana og því á hún það til að flýja heimilið og dvelja í leiguhúsnæði fjölskyldunnar. 

Alba á þrjú börn með eiginmanni sínum Cash Warren, þau Honor 11 ára, Haven 8 ára og Hayes 2 ára. Hún segir að þau hjónin þrái fátt heitara en frið og ró eftir að börnin hættu að fara í skólann vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Aðspurð hvar hún feli sig helst á heimilinu sagði Alba: „Ég geri það ekki. Þess vegna leigjum við út hús. Ég get ekki flúið þau. Þau finna mig á baðherbergjunum, í baðinu, í hornum, ég get ekki falið mig fyrir þeim,“ sagði Alba. 

Vinkona Ölbu, Gabrielle Union, segist eiga einn griðastað á heimilinu og það sé baðherbergið. „Ég fel mig á baðherberginu. Þau virða klósettið, Guði sé lof. Ég fer þangað og segist eiga við meltingarvandamál að stríða. Enginn spyr fleiri spurninga um það. Síðan mjólka ég það, kannski í 20, 30 eða 45 mínútur,“ sagði Union. 

Union á eina dóttur, Kaaviu, með eiginmanni sínum Dwayne Wade. Auk þess á Wade þrjú börn úr fyrra hjónabandi.

Gabrielle Union og Dwayne Wade ásamt dóttur sinni.
Gabrielle Union og Dwayne Wade ásamt dóttur sinni. AFP
mbl.is