„Ég er að verða eins og Shrek“

Katy Perry og Orlando Bloom eiga von á sínu fyrsta …
Katy Perry og Orlando Bloom eiga von á sínu fyrsta barni saman. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry segist vera að breytast í tröllið Shrek á meðgöngunni. Perry gengur nú með sitt fyrsta barn og segist vera að læra að verða mamma.

„Ég er að verða eins og Shrek, svona út frá stærðinni, og Orlando er að verða The Hulk,“ sagði Perry í viðtali við Radio.com

Perry hefur unnið að heiman síðustu 9 vikurnar og segir að geðheilsan sé upp og ofan. Hún segist þó vera læra margt um móðurhlutverkið þar sem hún býr núna með nokkrum ungum ættingjum. 

„Ég er að læra að verða mamma mjög hratt,“ sagði Perry sem er heima með 8 mánaða gömlum frænda sínum, 3 og 6 ára frænkum sínum og 9 ára gömlum syni Orlando Bloom, Flynn.

„Börn eru mjög hrifin af mér vegna tónlistarinnar minnar, svo ég er vön börnum, en ég er ekki vön því að vakna mjög snemma á morgnana með þau horfandi á mig.“ 

mbl.is