Fer í bað kvölds og morgna

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga von á barni en …
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga von á barni en þau eiga fyrir fjögur börn sem eru sex ára og yngri. AFP

Jógakennarinn Hilaria Baldwin á von á sínu fimmta barni með eiginmanni sínum, leikaranum Alec Baldwin. Börnin eru öll sex ára og yngri. Það er nóg að gera á heimilinu sérstaklega þegar öll börnin eru heima vegna kórónuveirunnar. Frú Baldwin tekst meðal annars á við auka streitu sem fylgir foreldrahlutverkinu nú á dögum með því að fara í bað. 

Í þættinum Reset Your Mindset á Yahoo greindi Baldwin frá því að hún loki sig inni á baði til að ná jafnvægi. 

„Ég loka mig af inni á baðherbergi og ég elska að æfa og gera öndunaræfingar,“ sagði frú Baldwin. 

Hún segist einnig fara í bað bæði kvölds og morgna og segir það hjálpa jafnvel þó að krakkarnir séu stundum inni á baðherberginu eða jafnvel ofan í baðinu með henni. Að finna heita vatnið á líkamanum er óviðjafnanlegt að mati frú Baldwin. 

Elsta barnið sem Baldwin-hjónin eiga saman er rúmlega sex ára, það næst elsta verður fimm ára í júní, það næstyngsta er þriggja og hálfs árs og það yngsta er tveggja ára. Eftir að hjónin misstu tvö fóstur í röð er nú von á fimmta barni þeirra en fyrir á leikarinn fullorðna dóttur. 

View this post on Instagram

My wild Baldwinitos

A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) on May 15, 2020 at 4:06pm PDT

mbl.is