Er ólétt en ekki með fyllingar

Gigi Hadidi er ólétt.
Gigi Hadidi er ólétt. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Gigi Hadid er ekki með fyllingar í andlitinu eins og margir vilja halda. Hadid er með hringlaga andlit frá náttúrunnar hendi en eftir að hún varð ólétt hefur það blásið út. Hin 25 ára gamla Haidid á von á barni í haust með kærasta sínum, tónlistarmanninum Zayn Malik. 

„Fólk heldur að ég sé með fyllingar í andlitinu og það sé ástæðan fyrir að andlitið mitt sé hringlaga. Ég hef verið svona síðan ég fæddist,“ sagði Hadid á Instagram að því fram kemur á vef People. 

Fyrirsætan hélt óléttunni leyndri fyrstu mánuðina og gekk tískupallana á meðan hún var komin nokkra mánuði á leið. Hadid útskýrði að andlitið hefði stækkað eða blásið aðeins út eftir að hún varð ólétt. Hadid er ekki hrædd við að andlitið breytist. 

„Ég er nú þegar með kinnarnar, svo það er ekki hægt að fylla þær mikið,“ sagði Hadid og sagðist jafnframt vera ánægð með náttúrulega þróun heimsins. 

Gigi Hadid.
Gigi Hadid. AFP

Hadid segist ekki hafa sprautað neinu í andlitið á sér en segist þó ekki vera á móti ef fólk kýs að gera það. Sjálf er hún hrædd um við það. Hrædd við að hafa ekki stjórn á því ef eitthvað gerist. 

mbl.is