Vildi ekki neyða Cena til að verða faðir

Nikki Bella vildi börn, en fyrrverandi unnusti hennar, John Cena, …
Nikki Bella vildi börn, en fyrrverandi unnusti hennar, John Cena, ekki. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi glímukonan Nikki Bella segir að hún og fyrrverandi unnusti hennar, glímukappinn John Cena, hafi hætt saman vegna þess að hún vildi stofna fjölskyldu en hann ekki. 

Bella sagði í hlaðvarpsþætti Mariu Menounos að þau hafi átt frábært samband en að þau væru ekki með eins framtíðarsýn. Bella vildi eignast börn en hann ekki. 

Bella og Cena voru í 6 ára sambandi en hættu saman árið 2018. Hann hafði farið í ófrjósemisaðgerð en lét umsnúa henni. 

„Jafnvel undir lokin, þegar hann hafði samþykkt að gefa mér börn, þá fann ég bara að það var ekki það sem hann vildi. Og það var í raunini það sem ýtti mér yfir brúnina í lokin. Ef ég er að fara að neyða einhvern til að verða faðir, og hann lítur til baka á mig eftir nokkur ár og sér eftir öllu. Er það það sem ég vil? Ég man eftir að hafa hugsað að það var ekki það sem ég vildi,“ sagði Bella. 

Ári seinna kynntist hún núverandi unnusta sínum, Artem Chigvinstev, og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman. 

mbl.is