Börn Paltrow skynjuðu vanlíðan hennar

Gwyneth Paltrow á tvö börn.
Gwyneth Paltrow á tvö börn. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Chris Martin. Hún segir í nýjum hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef Hello að börnin hennar hafi skynjað tilfinningar sínar þegar halla fór undan fæti í hjónabandinu. 

Paltrow sagði að öll börn skynjuðu hvað væri í gang þrátt fyrir að mæður þeirra reyndu að láta eins og allt væri í himnalagi. „Þú getur verið með bros á vör en þau vita allt,“ sagði Paltrow. 

Paltrow sagði að sér hefði ekki dottið í hug að tilfinningar sem hún ætti eftir að vinna úr ættu eftir að hafa áhrif á börn hennar. Þegar hún lærði að þekkja sjálfa sig betur og tilfinningar sínar fengu börnin rými fyrir sínar eigin tilfinningar. Paltrow sagði jafnframt að ef hún tækist ekki á við sína eigin vandamál myndi það hafa áhrif á börn hennar. 

Óskarsverðlaunaleikkonan eignaðist börnin Apple og Moses með Martin árin 2004 og 2006. Hjónin skildu fyrir fimm árum og í fyrra gekk Paltrow í hjónaband með Brad Falchuk. 

mbl.is