Katy Perry vill bæta heiminn

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. mbl.is/AFP

Söngkonan Katy Perry strengir þess heit á Instagram reikningi sínum að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að gera heiminn að réttlátari stað fyrir börn. 

„Ég reyni að lifa mínu lífi þannig að ég spyr mig stöðugt hvernig ég get orðið að liði. Síðustu daga hef ég horft, hlustað og íhugað hvernig ég get nýtt forréttindi mín til þess að vinna að mikilvægum málefnum á borð við kynþáttajafnrétti...Þessi verðandi móðir mun gera sitt allra besta til þess að tryggja að heimurinn sé réttlátur staður fyrir öll börn,“ segir Perry á Instagram-síðu sinni.

Perry er trúlofuð leikaranum Orlando Bloom og eiga þau von á stúlku í sumar. 

mbl.is