Paltrow verst smiti í flugi

Gwyneth Paltrow var vel útbúin í flugi.
Gwyneth Paltrow var vel útbúin í flugi. Skjáskot/Instagram

Gwyneth Paltrow, leikkona og athafnakona, ætlaði ekki að taka neina sénsa á kórónuveirusmiti þegar hún flaug til Parísar í vikunni. Paltrow var með andlitsgrímu af flottari gerðinni. Paltrow þekkir hættulega vírusa vel enda lék hún í kvikmynd um svipað tilfelli og herjar nú á heiminn. 

„Á leiðinni til Parísar. Með ofsóknarbrjálæði? Skynsöm? Óttaslegin? Róleg? Heimsfaraldur? Áróður? Paltrow ætlar bara að sofna með þetta í fluginu. Ég er nú þegar búin að leika í myndinni. Farið varlega. Ekki takast í hendur. Þvoið hendur reglulega,“ skrifaði Paltrow. 

Paltrow vitnar í mynd Steven Soderbergh, Contagion, frá árinu 2011 en myndin fjallaði um veiru sem fór af stað frá Hong Kong og þaðan til annarra landa. Lék Paltrow sjúkling í myndinni sem fór með veiruna frá Asíu til Bandaríkjanna. Matt Damon, Jude Law og Kate Winslet léku einnig í myndinni. Söguþráður myndarinnar hljómar ansi kunnuglega í dag. 

mbl.is