Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél

skjáskot/Twitter

Áhrifavaldurinn Ava Louise hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hún birti myndskeið af sér á samskiptamiðlinum TikTok að sleikja klósett í flugvél. Hún skoraði á fylgjendur sína að gera slíkt hið sama og nefndi áskorunina eftir kórónuvírusnum. 

Ava Louise er vinsæl á ýmsum samfélagsmiðlum og hefur þetta myndband farið á flug á netinu. Uppátækið hefur reyndar fallið í grýtta jörð og hún verið kölluð illum nöfnum og sögð athyglissjúk. Fólk sem hefur tekið áskorun áhrifavaldsins fær einnig að finna fyrir því. 

Áhrifavaldurinn hefur reynt að verja sig og segir markmið sitt að fá fólk til þess að hlæja á þessum erfiðu tímum.

En er fyndið að sleikja klósettsetu í flugvél í miðjum heimsfaraldri? Hver og einn verður að dæma um það en hægt er að horfa á myndskeiðið hér að neðan. 

mbl.is