Sló og hrækti á flugþjón í reiðikasti

Atvikið átti sér stað í flugvél Brussels Airlines.
Atvikið átti sér stað í flugvél Brussels Airlines. AFP

Karlmaður hrækti á flugþjón Brussels Airlines á dögunum skömmu áður en hann sló hana í andlitið. 

Annar farþegi í fluginu tók atvikið upp á myndband og deildi því á Facebook. Í myndbandinu sést karlmaðurinn takast á við karlkyns flugþjón um borð. Einnig má heyra manninn hóta flugþjóninum barsmíðum í kjölfar þess að hann var beðinn að róa sig. 

Í bakgrunni má heyra konu verja farþegann og segja að flugþjónninn hafi lagt hendur á eiginmann hennar. Síðar spyr hún hvar lögreglan sé. 

Kvenkyns flugþjónn reyndi svo að skerast í leikinn með þeim afleiðingum að maðurinn hrækti á hana og sló hana, eftir að hún sló til hans eftir hrákann. mbl.is