Skoðaðu Miklagljúfur og Yosemite heima

Miklagljúfur er ein af perlum Bandaríkjanna.
Miklagljúfur er ein af perlum Bandaríkjanna. AP

Okkur dreymir öll um ferðalög til fjarlægra staða á tímum þar sem við getum ekki ferðast. Þegar við getum ekki ferðast er samt mikilvægt að gleyma því ekki að það eru forréttindi að fá að ferðast. 

Þá hafa netið og ferðalög annarra gert okkur kleift að ferðast á staði sem við hefðum annars ekki kost á að skoða. 

Með vefsjármyndavélum og sýndarraunveruleika er hægt að skoða mikilfenglega staði í heiminum eins og til dæmis Miklagljúfur í Bandaríkjunum og Yosemite- og Rocky Mountain-þjóðgarðana. Einnig er hægt að skoða Central Park í New York og fræðast um sögu garðsins. 

Central Park í New York

Central Park í New York er einn af fallegustu stöðum borgarinnar. Hér geturðu fræðst um sögu garðsins og skoðað nokkra áhugaverða staði. 

Central Park í New York.
Central Park í New York. Ljósmynd/Wikipedia

Hyde Park og Kensington Gardens í London

Skoðaðu þessa frægu og fallegu garða í London. 

Hyde Park á fallegum sumardegi.
Hyde Park á fallegum sumardegi. BEN STANSALL

Miklagljúfur í Arizona

Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum er einn ótrúlegasti staður í heiminum. Lærðu um tilvist gljúfursins og skoðaðu það heima í stofu. 

Miklagljúfur í Bandaríkjunum.
Miklagljúfur í Bandaríkjunum. Mynd/ASG

Yosemite í Kaliforníu

Yosemite-þjóðgarðurinn í Norður-Kaliforínu er enginn eftirbátur Miklagljúfurs og er gríðarlega fallegur.

El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Þar er rúmlega …
El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Þar er rúmlega 900 metra hátt og vinsælt til kilfurs. AFP

Rocky Mountain-þjóðgarðurinn í Colorado

Klettafjöllin í Colorado eru einstök út af fyrir sig. Skoðaðu þjóðgarðinn í sýndarveruleikanum. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman