Bjóða flug heim frá Perú á 40 þúsund

Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab.
Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab. AFP

Breska ríkið hefur boðið ríkisborgurum sínum sem fastir eru í Perú flug heim til Bretland fyrir aðeins 250 pund eða um 40 þúsund íslenskar krónur. Upphaflega var þessum ríkisborgurum Bretlands boðið flug til heimalandsins á 2.600 bresk pund og því hefur verðmiðinn lækkað töluvert í verði. 

Yfir 600 Breta eru fastir í Perú eftir að landamæri lokuðust í síðustu viku. Perú er vinsælasta landið í Suður Ameríku á meðal breskra ferðamanna en þar í landi er nú í gildi ferðabann. 

Breska ríkið bauð upphaflega þessum ríkisborgurum að greiða fyrir flugmiða í hópfjármagnaða flugferð með kólumbíska flugfélaginu Avianca til Bretlands. Verðið var heldur hátt fyrir hinn almenna Breta sem hafði lagt leið sína til Perú. 

Í dag fengu þau svo tölvupóst þess efnis að nokkur flug myndu fljúga frá Perú til Bretlands í vikunni og að þau gætu tryggt sér far með þeim vélum. Auk þess þarf ekki að greiða fyrir miðann fyrr en við heimkomu í Bretlandi. 

Hugsanlegt er að þessar vélar muni fljúga frá herflugvöllum heldur en almennum flugvöllum. 

Farþegum í áhættuhópi verður forgangsraðað en þeir sem sýna einkenni kórónuveirusmits fá ekki að fljúga heim. 

Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab talaði við kollega sinn í Perú, Gustaco Meza-Cuadra, á laugardag. „Á meðan við berjumst við kórónuveiru heimsfaraldurinn, ætlum við að vinna saman á næstu dögum við að koma breskum ríkisborgurum í Perú og perúskum ríkisborgurum í Bretlandi til síns heima,“ sagði Raab. 

Frétt af vef Independent.

mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir