Frægasta gangbraut í heimi gerð upp

Harry Bretaprins og Jon Bon Jovi á gangbrautinni á Abbey …
Harry Bretaprins og Jon Bon Jovi á gangbrautinni á Abbey Road þann 28. febrúar 2020. Hér sést að kominn var tími á að mála gangbrautina að nýju. AFP

Gangbrautin á Abbey Road í Lundúnum er líklega sú frægasta í heimi. Margir ferðamenn í London ganga yfir gangbrautina líkt og Bítlarnir gerðu árið 1969 þegar platan Abbey Road kom út. Götumálarar fengu þó kærkomið tækifæri til þess að mála ganbrautina þegar útgöngubann var sett á í Bretlandi.

Á vef The Guardian kemur fram að gangbrautin hafi verið máluð þriðjudaginn 24. mars eða daginn eftir að útgöngubann var sett á í Bretlandi. 

Platan Abbey Road kom út árið 1969 og dró nafn sitt af frægu hljóðveri sem platan var tekin upp í við götuna Abbey Road í Lundúnum. Plötuumslagið er algjör gimsteinn en þar sjást Bítlarnir fjórir ganga yfir gangbrautina við götuna. Gangbrautin hefur verið á þjóðminjaskrá í Bretlandi síðan árið 2010.

Myndin á umslagi Abbey Road.
Myndin á umslagi Abbey Road.
mbl.is