Kidman nýtir tímann og lærir ítölsku

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. AFP

Ástralska leikkonan Nicole Kidman elskar Ítalíu. Þegar ekki er hægt að ferðast er hægt að fara hálfa leið með huganum en það gerir Kidman með því að læra ítölsku. Hún hefur komið sér upp lærdómsaðstöðu og reynir nú að læra ítölsku með hjálp kennslubóka. 

Kidman segir á Instagram að það sem gefi henni von er ítalska orðtakið „Andrà tutto bene“ en það þýðir á íslensku: „Það verður allt í lagi.“

„Ég hef verið að læra ítölsku sem hefur veitt mér von, huggun og afþreyingu. Ég hef alltaf elskað Ítalíu en að geta enduruppgötvað tungumálið hefur verið svo mikil blessun fyrir mig,“ skrifaði Kidman á Instagram og mælir auk þess með aríunni Nessun Dorma úr óperunni Turandot. 

View this post on Instagram

@HarpersBazaarUS #HopeAtHome ✨ What gives me hope right now is this Italian phrase “Andrà tutto bene” which means “everything will be alright!” During this time while staying at home I have been studying Italian which has given me hope, solace and distraction. I’ve always been in love with Italy but to be able to rediscover the language right now has been such a saving grace for me. Also, for anyone that wants to hear something that is so beautiful, look up the song Nessun Dorma, an aria from the Italian opera Turandot. The video of an Italian opera singer serenading his city from his balcony has been watched by so many but it deserves to be watched by many many more ❤️️ Enjoy

A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on May 9, 2020 at 1:06pm PDT

Leikkonan og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Keith Urban, geta undir venjulegum kringumstæðum ferðast hvert sem er í heiminum. Ítalía verður oft fyrir valinu og síðasta haust birti til dæmis Urban mynd af þeim hjónum í Flórens. 

Það þykir bæta upplifun ferðamanna að tala tungumál heimamanna og næst þegar Kidman heimsækir Ítalíu á hún líklega eftir að geta talað tungumálið enn betur en áður. 

View this post on Instagram

Sunset in Firenze—— ... with my love. - KU

A post shared by Keith Urban (@keithurban) on Sep 29, 2019 at 6:48am PDT
mbl.is