Mette-Marit miður sín yfir vinskapnum við Epstein

Hákon krónsprins Noregs og Mette-Marit krónsprinsessa. Mette-Marit var í samskiptum …
Hákon krónsprins Noregs og Mette-Marit krónsprinsessa. Mette-Marit var í samskiptum við Jeffrey Epstein. AFP

Krónprinsessa Noregs, Mette-Marit, segir í yfirlýsingu til norska blaðsins Dagens Næringsliv að hún hafi ekki vitað af brotum kynferðisafbrotamannsins Jeffreys Epsteins þegar hún umgekkst hann. Mette-Marit hitti Epstein á árunum 2011 til 2013 en sleit eftir það öll tengsl við auðkýf­ing­inn. Hákon krónprins hitti Epstein aðeins einu sinni. 

„Ég hefði aldrei umgengist Epstein ef ég hefði vitað af þeim alvarlegu brotum sem hann framdi. Ég hefði átt að rannsaka fortíð hans nánar og mér þykir leitt að ég gerði það ekki,“ sagði krónprinsessan. 

Rannsókn norska blaðsins DN leiddi í ljós tengsl Mette-Marit og Epsteins. Eru þau sögð hafa hist nokkrum sinnum á árunum 2011 til 2013 en þau kynntust í gegnum sameiginlega kunningja. Ep­stein játaði árið 2008 að hafa selt stúlku, sem var á barns­aldri, í vændi og sat 13 mánuði í fang­elsi áður en hann var lát­inn laus til reynslu. Hann var því dæmdur kynferðisbrotamaður þegar Mette-Marit hitti hann. 

Mette-Marit segir jafnframt að hún geri sér grein fyrir alvöru kynferðisbrota og lýsir yfir stuðningi við fórnarlömb Epsteins. 

Jeffrey Epstein.
Jeffrey Epstein. AFP

Norska konungsfjölskyldan staðfestir að Mette-Marit hafi hitt Epstein og þá aðallega í Bandaríkjunum. Eitt sinn hittust þau í Ósló. 

„Einn fundur þeirra fór fram á heimili Epsteins. Krónprinsessan hitti hann einnig stuttlega á meðan hann var hér í Ósló. Það var alltaf fleira fólk viðstatt. Þegar krónprinsessan og krónprinsinn voru í fríi í St. Barts árið 2012 rákust þau á Epstein úti á götu. Hákon krónprins hitti þá Epstein í fyrsta og eina sinn,“ segir í tilkynningu frá höllinni. 

Epstein átti nokkur heimili og vildi höllin ekki gefa upp hvar Epstein og Mette-Marit hefðu hist, hvort það var í New York, Flórída eða París.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við til þess að koma heilskinnaður út úr breytingunum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við til þess að koma heilskinnaður út úr breytingunum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.