Kom aðdáendum á óvart á Central Perk

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston kom grunlausum aðdáendum þáttanna Friends á óvart þegar hún birtist á setti Central Perk í Los Angeles. 

Sprellið var hluti af þætti Ellen Degeneres þar sem Aniston var gestur. Aniston stökk upp á bak við sófann þar sem aðdáendur þáttanna sátu fyrir á mynd. Viðbrögðin létu yfirleitt ekki standa á sér og trylltust aðdáendur hreinlega þegar þeir áttuðu sig á því að þetta væri Jennifer Aniston sem fór með hlutverk Rachel Green í þáttunum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.