Forvitinn hvolpur kveikti í húsi

Hvolpurinn Kahuna og voðaverkið.
Hvolpurinn Kahuna og voðaverkið. Skjáskot/Facebook

Forvitinn hvolpur í New Mexico-ríki í Bandaríkjunum komst í kast við lögin á dögunum eftir að hafa kveikt í húsi eigenda sinna.

Samkvæmt slökkviliðinu í Los Alamos olli hvolpurinn Kahuna eldinum sem kviknaði í húsi New Mexico 29. janúar. 

Rannsókn slökkviliðsins leiddi í ljós að 9 mánaða gamall hvolpurinn hafði óvart kveikt eldinn þegar hann velti straujárni ofan á eldfimt húsgagn. Í myndbandi sem slökkvilið Los Alamos setti inn á Facebook sést atvikið greinilega. 

Kahuna flúði vettvang fljótlega en eldri hundur í húsinu, Paige, fylgdist með eldinum brjótast út um klukkustund eftir að Kahuna velti straubrettinu.

Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang og slökkti eldinn á stuttum tíma.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.