Ákváðu að skilja í fyrra

Peter Phillips og Autumn Phillips eru að skilja.
Peter Phillips og Autumn Phillips eru að skilja. AFP

Peter Phillips, elsta barna­barn Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar, og eiginkona hans Aut­umn Phillips hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skilnaðar síns að því fram kemur á vef BBC. Segja þau að skilnaður hafi verið besta lausnin fyrir fjölskylduna en þau eiga tvær dætur saman. 

Í yfirlýsingunni er það staðfest það sem áður hafði komið fram í fjölmiðlum, að þau væru skilin að borði og sæng. Hjónin ætla að deila forræði en dætur þeirra eru níu og sjö ára. Fjölskyldur þeirra beggja eru sagðar hafa verið sorgmæddar en sýndu þeim þó fullan stuðning varðandi forræðisfyrirkomulagið. 

Fram kemur að hjónin hafi greint drottningunni og öðrum í bresku konungsfjölskyldunni frá skilnaðinum í fyrra. 

Peter Phillips er son­ur Önnu prins­essu og fyrri eig­in­manns henn­ar Mark Phillips en ber ekki kon­ung­leg­an titil þar sem móðir hans hafnaði slík­um titl­um fyr­ir hönd tveggja barna sinna. Hjónin kynntust í Montreal árið 2003 og giftu sig árið 2008. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að þau hittust fyrst að Autumn áttaði sig á að Peter Phillips væri barnabarn Elísabetar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.