Lenti á spítala í þrígang eftir rifrildið við Rooney

Rebekah Vardy brotnaði niður.
Rebekah Vardy brotnaði niður. skjáskot

Fótboltafrúin Rebekah Vardy var í þrígang lögð inn á spítala eftir að önnur fótboltafrú, Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney sakaði hana um að leka upplýsingum um einkalíf Rooney-hjónanna til breska blaðsins The Sun. Rebekah er gift fótboltamanninum Jamie Vardy.

Rebekah var tvisvar sinnum lögð inn á sjúkrahús vegna kvíðakasta og einu sinni vegna nýrnasteina. 

Í nýju viðtali segir Rebekah að það sé rifrildinu við Coleen að kenna að hún hafi lent á spítala í þrígang stuttu eftir að rifrildið braust út í heimspressunni. Rebekah sem var gengin 7 mánuði á leið þegar fjölmiðlafárið gekk yfir í október síðastliðinn brotnaði niður í viðtalinu og sagði að þetta væri það erfiðasta sem hún hafði gengið í gegnum að frátöldu þegar hún var misnotuð kynferðislega sem barn. Hún eignaðist dóttur sína þann 27. desember síðastliðinn. 

Hún greindi frá því í október að henni og ófæddu barni hennar hafi borist fjöldi líflátshótana og ljótra skilaboða í gegnum samfélagsmiðla. 

skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.