Mæðgur saman á sviði

Mæðgur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Nína Helgadóttir og Rúna Stefánsdóttir
Mæðgur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Nína Helgadóttir og Rúna Stefánsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mæðgur syngja ekki saman opinberlega á hverjum degi og hvað þá í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Það eru forréttindi að hafa mömmu mér við hlið á sviðinu,“ segir Nína Dagbjört Helgadóttir, sem syngur lagið „Ekkó“ eftir Þórhall Halldórsson í undankeppninni á laugardag, en Rúna Stefánsdóttir, móðir hennar, er í bakraddahópnum. Einar Bárðarson er höfundur íslenska textans.

Esther Garðarsdóttir, móðir Rúnu, var þekkt söngkona, söng meðal annars með KK-sextettinum, Hljómsveit Árna Elfars og Hauki Morthens. „Ég ólst upp við að hlusta á tónlist en byrjaði samt sjálf seint að syngja opinberlega, kom, sá og sigraði í Landskeppni í karókí á Broadway um miðjan tíunda áratuginn,“ segir Rúna. Í kjölfarið var hún valin í bakraddasveit Rocky Horror, sem Baltasar Kormákur setti upp, og ýmsar sýningar með Gunnari Þórðarsyni, m.a. ABBA, Prímadonnur og Laugardalskvöld á Gili með Ragga Bjarna. Laga- og textahöfundurinn Einar Oddsson fékk hana til að syngja lögin á plötunni „Rúna“, sem kom út 2004. Hún var í bakraddasveit, þegar Selma Björnsdóttir söng „All Out of Luck“ í Ísrael 1999, söng lagið „Í villtan dans“ í Söngvakeppninni 2001 og „100%“ 2006. „Nú er ég því að syngja í fjórða skipti í keppninni og ekki verður annað sagt en að söngurinn sé bráðsmitandi í fjölskyldunni,“ segir hún.

Tilviljun réði því að Rúna fór í bakraddasveit Nínu, en ein söngkonan verður ekki á landinu þegar undankeppnin fer fram. „Ég hljóp í skarðið fyrir Ágústu Ósk Óskarsdóttur og það er yndislegt að fá að syngja með Nínu.“

Nína útskrifaðist sem stúdent fyrir áramót og hefur sett stefnuna á háskólanám og frekara söngnám. „Ég ætla að halda áfram að semja og gefa út tónlist,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.